Sæti í lokakeppni Evrópumótsins er undir hjá stelpunum í Danmörku – DV

0
80

U19 ára landslið kvenna hefur leik í milliriðlum fyrir EM á miðvikudag.

Riðill Íslands er spilaður í Danmörku og eru heimakonur fyrstu andstæðingar Íslands. Ísland mætir einnig Svíþjóð og Úkraínu.

Sigurvegari riðilsins kemst í lokakeppni EM sem haldin verður í Belgíu 18.-30. júlí.

Leikur Íslands verður í beinni útsendingu á miðlum danska sambandsins.