Sagði Mourinho að kaupa Van Dijk en hann hafði enga trú á eigendunum – DV

0
118

Fyrrum atvinnumaðurinn Chris Kamara, sem starfar í dag fyrir Sky Sports, sagði Jose Mourinho að kaupa varnarmanninn Virgil van Dijk á sínum tíma.

Kamara segir sjálfur frá þessu en það var áður en Van Dijk gekk í raðir Liverpool og varð fljótt einn besti varnarmaður heims. Hann lék áður með Celtic og Southampton.

Mourinho hafði áhuga á Van Dijk en hann vann hjá Manchester United á þessum tíma og hafði litla trú á eigendum félagsins.

Mourinho var sannfærður um það að hann fengi ekki peninginn til að kaupa Van Dijk sem kostaði 75 milljónir punda árið 2018 og gekk þá í raðir Liverpool.

,,Ég get greint frá því að ég sagði Jose að kaupa hann til Manchester United og hann sagði að félagið myndi ekki leyfa sér að borga svo háa upphæð fyrir hann,“ sagði Kamara.

,,Það var það sem gerðist og að lokum þá endaði hann hjá Liverpool.“

Enski boltinn á 433 er í boði