8 C
Grindavik
9. maí, 2021

Sagðist hafa sofnað en mundi ekki eftir því

Skyldulesning

Maðurinn kvaðst ekki muna eftir því, sem fram kom á …

Maðurinn kvaðst ekki muna eftir því, sem fram kom á upptöku úr búkmyndavél lögreglumanns.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsréttur hefur sakfellt karlmann fyrir hegningar- og umferðarlagabrot, fyrir að hafa valdið því að bifreið, sem hann var að stýra, fór yfir á rangan vegarhelming Reykjanesbrautar og rakst þar á annað ökutæki. Var hann talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.

Atvikið varð í nóvember árið 2018.

Við áreksturinn hlaut farþegi í bifreiðinni, sem maðurinn ók, slíka fjöláverka að hann lést. Auk þess slasaðist ökumaður hinnar bifreiðarinnar, kona sem þá var komin á 31. viku meðgöngu.

Þótti hæfilegt að dæma manninn til 30 daga fangelsisvistar, skilorðsbundinnar til tveggja ára.

Dómur Héraðsdóms Reykjaness, sem dæmdi í málinu í maí á síðasta ári, var staðfestur í Landsrétti í dag. Ákvæði héraðsdóms um tímabundna sviptingu ökuréttar var á hinn bóginn fellt úr gildi þar sem í greinargerð ákæruvaldsins til Landsréttar var ekki vikið að kröfum þess sem  lutu að ákvæði héraðsdóms þess efnis.

Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni miskabætur að fjárhæð 600 þúsund krónur.

Upptaka úr búkmyndavél

Ákærði kvaðst fyrir héraðsdómi ekki muna hvað hefði valdið árekstrinum. Þá sagðist hann ekki muna eftir því, sem fram kom á upptöku úr búkmyndavél lögreglumanns og var á meðal gagna málsins, að hafa tjáð lögreglu það á vettvangi að hann hefði sofnað við aksturinn en vaknað rétt áður en óhappið varð og þá verið kominn yfir á öfugan vegarhelming.

Af ljósmyndum af vettvangi, skýrslu tæknideildar lögreglu frá 14. nóvember 2018, framburði þess lögreglumanns fyrir héraðsdómi sem vann þá skýrslu og framburði brotaþola fyrir héraðsdómi, þótti sannað að maðurinn hefði ekið bifreið sinni yfir á rangan vegarhelming í umrætt sinn.

Var það enn fremur talið eiga sér stoð í framburði mannsins á vettvangi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir