3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Sagður hafa lokið læknisskoðun hjá Liverpool

Skyldulesning

Ibrahima Konaté í leik í þýsku efstu deildinni í vetur.

Ibrahima Konaté í leik í þýsku efstu deildinni í vetur.

AFP

Enska knatt­spyrnuliðið Li­verpool virðist langt komið með að tryggja sér þjónustu franska varnarmannsins Ibrahima Konaté ef marka má fréttir fjölmiðla þar í landi í dag.

Enska götublaðið Express segir frá því að Konaté hafi staðist læknisskoðun hjá Liverpool en hann er sem stendur á mála hjá þýska liðinu RB Leipzig. Dav­id Orn­stein, íþrótta­blaðamaður hjá The At­hletic, hafði fyrr í vikunni sagt frá því að Liverpool væri nálægt því að ganga frá kaupum á varnarmanninum stóra.

Konaté er með klásúlu í samningi sínum sem kveður á um að hann megi fara fyrir rúmlega 34 milljónir punda. Frakkinn er 21 árs og hefur undanfarið tímabil myndað öfl­ugt miðvarðapar með landa sín­um, Dayot Upa­mecano, sem geng­ur til liðs við Bayern München í sum­ar.

Konaté er um þess­ar mund­ir með franska U21-árs landsliðinu í úr­slita­keppni EM og mun vænt­an­lega vera í byrj­un­arliðinu þegar það mæt­ir ís­lenska landsliðinu í loka­leik C-riðils­ins í dag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir