Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru gegn 49 ára gömlum manni búsettum í Reykjanesbæ fyrir þrjú brot, öll framin þann 4. maí 2020 á heimili mannsins.
Maðurinn er þar ákærður fyrst fyrir að hafa slegið til lögreglumanns og veitt honum högg í andlit áður en hann skallaði lögreglumanninn aftur fyrir sig í andlit hans. Hlaut lögreglumaðurinn af þessu brot og sprungu í tennur og mikla verki í kjálka.
Þá mun maðurinn hafa, samkvæmt ákærunni, skömmu síðar skallað annan lögreglumann í andlitið svo sá hlaut roða og bólgu yfir vinstra kinnbeini. Við leit lögreglu í íbúð mannsins fannst gasknúin skammbyssa auk 5 pakkningar af málmkúlum og 10 gashylki. Mun maðurinn ekki hafa haft leyfi fyrir slíku vopni og er því ákært fyrir vopnalagabrot.
Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjaness þann 14. desember og í kjölfarið tekið til efnislegrar meðferðar.