5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Sakar fyrirliða Arsenal um leti

Skyldulesning

Pierre-Emerick Aubameyang átti ekki góðan leik á móti Liverpool.

Pierre-Emerick Aubameyang átti ekki góðan leik á móti Liverpool.

AFP

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Arsenal, hefur ekki átt góðu gengi að fagna á þessari leiktíð. Gabonmaðurinn komst lítið í takt leikinn gegn Liverpool um helgina, þar sem lokatölur urðu 0:3 Liverpool í vil.

„Frammistaðan hans hefur verið letileg. Hann kemur ekki með neitt í þetta lið og það er stórt vandamál. Hann var ekki góður á móti Liverpool og hann mætti of seint í leikinn á móti Tottenham þar sem liðið vann án hans,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports.

„Ég bjóst við svari frá Aubameyang eftir leikinn á móti Tottenham, en hann var alls ekki góður á móti West Ham og svo aftur tekinn af velli á móti Liverpool. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir Arsenal,“ bætti Carragher við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir