3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Sakborningur segir andlátið slys

Skyldulesning

Maðurinn ber því við að um slys hafi verið að …

Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á mannsláti í Kópavogi í gær segir andlátið hafa verið slys. RÚV greinir frá þessu og hefur eftir verjanda mannsins að hann sé niðurbrotinn vegna málsins. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði til Landsréttar.

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að málið sé hins vegar ekki rannsakað sem slys, heldur manndráp. Rannsóknin snúi fyrst og fremst að því að komast að því hvernig maðurinn hlaut þá áverka sem leiddu til andláts.

Þrír rúmenskir karlmenn voru handteknir á föstudag vegna málsins en tveimur sleppt að loknum yfirheyrslum. Sá þriðji sætir hins vegar gæsluvarðhaldi, sem fyrr segir.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið ekki talið tengjast manndrápi sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík fyrr á árinu, né heldur skipulagðri glæpastarfsemi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir