4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Sak­borningur segist niður­brotinn og að um sé að ræða slys

Skyldulesning

Innlent

Maðurinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í Héraðsdómur Reykjaness í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Maðurinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í Héraðsdómur Reykjaness í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá.

Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag leikur grunur á að bíl hafi verið ekið á manninn sem lést. Verjandi mannsins sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna málsins segir í samtali við Rúv að um slys sé að ræða og að skjólstæðingur sinn sé niðurbrotinn vegna málsins. Þá hafi hann „ekki haft hugmynd um að bíllinn hafi rekist utan í einhvern“ líkt og það er orðað í frétt Rúv.

Líkt og fram hefur komið í fréttum lést karlmaður um þrítugt á Landspítalanum á laugardag, þangað sem hann hafði verið fluttur á föstudagsmorgun eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Kórahverfinu í Kópavogi. Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 8.51 að morgni föstudagsins langa, en málsatvik voru í fyrstu mjög óljós að því er segir í tilkynningu frá lögreglu frá því fyrr í dag. Alls voru þrír handteknir vegna málsins í gær. Tveimur hefur verið sleppt en sá þriðji hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald líkt og áður segir, á grundvelli rannsóknarhagsmuna til föstudagsins 9. apríl.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir