Saksóknari treystir sér ekki til að nefna tímaramma í máli Gylfa Þórs – DV

0
125

Á vef Fréttablaðsins í kvöld er fjallað um það að mál Gylfa Þórs Sigurðssonar sé enn á borði sak­sóknara­em­bættisins í Manchester.

Málið hefur verið þar á borði í mánuð eftir að lögregla lauk rannsókn á meintu broti gegn ólögráða einstaklingi.

„Það eru engar nýjar vendingar í þessu máli. Við getum ekki komið með nákvæman tímaramma á því hvenær ákvörðun verður tekin,“ segir í svari William Spencer, hjá embættinu til Fréttablaðsins.

Gylfi hefur verið því í júlí árið 2021 verið í farbanni á Englandi eftir að hann var handtekinn vegna meints brots.

Rannsókn lögreglu er lokið en sak­sóknara­em­bættið hefur undanfarið farið yfir gögn málsins.

Saksóknari tekur svo ákvörðun um það hvort málið verði fellt niður eða þá að ákært verði í málinu, þá fer málið fyrir dómstóla.

Samkvæmt enskum miðlum hefur Gylfi Þór hafnað sök í málinu. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því að málið kom upp en samningur hans við Everton rann út sumarið 2022.

Enski boltinn á 433 er í boði