Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah gæti misst af stórleik Liverpool og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta annað kvöld vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2:0-sigrinum á Brighton á laugardaginn var.
Salah æfði ekki með Liverpool-liðinu í gær og því óvíst hvort hann verður klár í tæka tíð fyrir stórleikinn í Lundúnum.
Fór hann af velli á 61. mínútu gegn Brighton og var skoðaður af læknum í kjölfarið. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði þó á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Brighton að Salah sjálfur hefði litlar áhyggjur af meiðslunum.