9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Salah gæti spilað á morgun

Skyldulesning

Mo Salah er á leiðinni aftur til Englands eftir Afríkukeppnina og gæti spilað með Liverpool er liðið mætir Leicester á Anfield annað kvöld.

Egyptaland beið ósigur gegn Senegal í úrslitaleik Afríkukeppninnar á sunnudag.  Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli þar sem Senegal hafði betur.

Salah lék alla sjö leiki Egyptalands á mótinu en fjórir þeirra fóru í framlengingu.

Sadio Mané, liðsfélagi Salah hjá Liverpool skoraði úr úrslitaspyrnunni og tryggði sínum mönnum fyrsta Afríkumeistaratitilinn í sögu Senegal.

Talið er að Mané fari aftur til heimalandsins til að fagna titlinum. Ekki er vitað hvenær hann mætir aftur til æfinga hjá Liverpool.

Sigurvegarinn flýgur líklega aftur til heimalandsins til að fagna,“ sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir viðureign Liverpool og Cardiff í ensku bikarkeppninni á sunnudag.

Ég býst við að sigurvegarinn komi aftur á þriðjudag eða miðvikudag í seinasta lagi, hinn líklega fyrr. Svo þarf ég að ræða við þá.

Þeir verða í góðum gír þar sem þeir hafa spilað nokkra leiki að undanförnu.

Liverpool hefur unnið tvo deildarleiki, tvo leiki í ensku bikarkeppninni, og tveggja leikja viðureign gegn Arsenal í enska deildarbikarnum í fjarveru Mohamed Salah og Sadio Mané.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir