2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Salah hatar þetta

Skyldulesning

Mo Salah finnst ekkert gaman að vera hvíldur.

Mo Salah finnst ekkert gaman að vera hvíldur. AFP/Carlos Costa

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska liðsins Liverpool, hvíldi Egyptann Mohamed Salah í 3:3-jafntefli liðsins gegn Benfica í Meistaradeildinni í gær. Salah byrjaði á bekknum en kom inná sem varamaður þegar tæplega klukkutími var liðinn af leiknum.

„Jafnvel þó hann hefði skorað fjögur mörk í síðasta leik, hefði hann samt byrjað þennan leik á bekknum. Við eigum vonandi 12 leiki eftir og við þurfum að nýta tækifærin til að hvíla menn þegar þau gefast. Mo spilaði 120 mínútur sex sinnum í janúar og febrúar og við getum ekki látið eins og það sé ekkert mál. 

Hann er mennskur eins og allir aðrir. Þess vegna munu verða leikir sem hann byrjar ekki eða verður tekinn út af í. Hann hatar þetta,“ sagði Klopp.

Salah hefur verið í vandræðum með að finna sitt rétta form í undanförnum leikjum eftir að hafa verið einn allra besti leikmaður heimsins fyrri hluta tímabilsins. Hann er ennþá lang markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en ljóst er að Liverpool þarf hann aftur í gang fyrir baráttuna sem framundan er.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir