Mohamed Salah liggur ekki á að komast frá Liverpool í sumar þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr viðræðum hans við félagið um nýjan samning.
Salah og umboðsmaður hans vilja risasamning á Anfield. Núgildandi samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.
Umboðsmaður Egyptans hefur sagt frá því að samningurinn sem nú er á borðinu frá Liverpool sé ekki ásættanlegur og að Salah muni ekki skrifa undir hann.
Þrátt fyrir að ekki takist að semja er Salah til í að vera áfram hjá félaginu eftir sumarið, þegar innan við ár verður eftir af samningi hans. Liverpool ætti þá á hættu að missa sína skærustu stjörnu frítt sumarið 2023.
Mo Salah’s currently not planning for La Liga move. He’s not desperate to leave this summer – his contract expires in June 2023 when he could leave on a free, Mo’s only focused on Liverpool as of today. 🔴🇪🇬 #LFC
New contract talks still broken – it’s only up to Liverpool. pic.twitter.com/p4vRKS2U74
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 15, 2022