5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Salah og Kane misstu af tækifærinu

Skyldulesning

Knattspyrnumennirnir Mohamed Salah og Harry Kane hafa misst af tækifærinu til að skipta yfir til stórliða á borð við Barcelona og Real Madríd fyrir metháar upphæðir.

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, hafði þetta að segja í hlaðvarpi Robbie Fowler en Salah og Kane hafa verið með bestu sóknarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár, Salah hjá Englandsmeisturum Liverpool og Kane hjá Tottenham.

Báðir hafa oft verið orðaðir við félagsskipti til spænsku stórliðanna en Carragher telur tækifærið til þess liðið. „Ef þeir vildu fara til liða á borð við Real og Barcelona þá er tækifæri farið. Við erum að tala um leikmenn sem myndu kosta 120 milljónir eða meira, það getur ekkert félag borgað slíkar upphæðir lengur,“ sagði gamli varnarmaðurinn og vísaði þar til erfiðrar fjárhagsstöðu knattspyrnufélaga vegna kórónuveirufaraldursins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir