1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

„Sama fallega síldin en heldur smærri“

Skyldulesning

Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri í brúnni á Vilhelmi :orsteinssyni EA.

Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

„Þessi síldarvertíð hefur verið afar flott, það hefur gengið vel að veiða og það hefur verið stutt á miðin. Mér finnst þó síldin að meðaltali hafa verið heldur smærri en í fyrra,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri á Vilhelmi Þorsteinssyni EA, á vef Síldarvinnslunnar.

Skipið kom til hafnar í Neskaupstað með 1.260 tonn af síld í gærkvöldi. „Við fengum þennan afla í þremur holum út af Héraðsflóanum. Þetta er sama fallega síldin en heldur smærri en hún var fyrr á vertíðinni. Þessi síld er 330 til 350 grömm og í þessu er um 15% íslensk sumargotssíld.“

„Nú eigum við bara eftir að veiða ein 1.500 tonn þannig að það er að líða að lokum þessarar vertíðar hjá okkur, en það eru svo sannarlega næg verkefni framundan,“ segir Guðmundur.

Vilhelm Þorsteinsson EA landar afla í Neskaupstað.

Ljósmynd/Síldarvinnslan

Runólfur Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, kveðst ekki geta kvartað undan síldarvertíðinni. „Við erum komnir með 750 tonn og þetta er sama fína síldin og verið hefur,“ segir hann en skipið er á síldarveiðum á Glettinganesgrunni.

„Holin hjá bátunum eru dálítið misjöfn. Síldin poppar upp á blettum og spurningin er alltaf hvernig menn hitta á blettina. Það er alls ekki hægt að kvarta undan veiðinni á þessari vertíð. Hún hefur verið sallagóð, en nú fer að líða að vertíðarlokum,“ segir Runólfur.

Runólfur Runólfsson skipstjóri.

Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir