6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Sama viðtalið fjögur ár í röð – Svörin hafa breyst mikið

Skyldulesning

Tónlistarkonan Billie Eilish hefur farið í sama viðtalið fjögur ár í röð hjá Vanity Fair. Hún fór í fyrsta viðtalið 18. október 2017 og hefur gert slíkt hið sama árin 2018, 2019 og 2020.

Billie er spurð sömu spurninganna og er gaman að sjá hvernig svörin hennar hafa breyst.

Á þessum fjórum árum hefur Billie öðlast þvílíka frægð og frama sem mörgum dreymir um. Í fyrsta viðtalinu segir hún til dæmis frá því að hún gat ennþá farið í matvöruverslanir án þess að fólk myndi þekkja hana. Í dag spyr hún hvað það eiginlega er að geta farið út á meðal almennings.

Í myndbandinu hér að neðan geturðu séð svör Billie við spurningunum öll árin.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir