6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

,,Saman byrðar berum við !”

Skyldulesning

Það ætti ekki að dyljast neinum eftir reynslu undanfarinna mánaða, hvað mannlegt samfélag er orðið berskjaldað á margan hátt fyrir hættulegum sóttkveikjum og veirum, eins og líka umferðin er orðin um allan heim !

Sú staðreynd undirstrikar í öllu þá miklu nauðsyn að hver einstaklingur axli sína skyldu sem trúr og ábyrgur samfélagsþegn !

Við höfum þegar misst allmarga einstaklinga, sem hefðu átt að eiga friðsælt ævikvöld í návist vina og vandamanna, en hafa þess í stað orðið að láta lífið af völdum þessa illskæða heimsfaraldurs og það jafnvel vegna hópsmits á sjúkrahúsi. Það er dapurt til að vita !

Og þó að fólk um allan heim bindi miklar vonir við væntanlegt bóluefni, er erfitt að segja um það hvernig þeir hlutir muni ganga fyrir sig þegar þar að kemur. Lyf hafa aldrei verið það ódýrasta á markaðnum !

Mörg ljón kunna enn að vera á veginum þar til þessi vágestur er sigraður en það er um að gera að halda samstöðunni og fylgja þeim reglum sem réttkjörin heilbrigðisyfirvöld ráðleggja hverju sinni!

Við erum að upplifa það sem fæstir hefðu getað ímyndað sér fyrir skömmu að gæti gerst. En sérhver sameiginleg hætta á að þjappa okkur saman og auka samstöðu og samheldni. Við erum íbúar þessarar jarðar og getum ekkert annað farið !

Allir þurfa því að leggja sitt til í baráttunni, hver og einn í sínu landi. Hvert land er hluti af jörðinni og hver þjóð er hluti af mannkyninu. Við erum öll á sama báti í þessu efni hvar sem við lifum og hver sem við erum.

Við höfum skyldur hvert við annað meðan við erum hér. Það hljótum við Íslendingar að vera búnir að læra í gegnum okkar þjóðarhörmungar, allt frá Svarta dauða og Stóru bólu til Covid í dag !

Saman byrðar berum við,

bægjum neyð og grandi.

Almannavarnir erum við

öll í þessu landi !


Flokkur: Stjórnmál og samfélag |


«
Síðasta færsla

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir