10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Sambandsdeildin: Breiðablik áfram eftir sannfærandi sigur

Skyldulesning

Breiðablik 4 – 1 Santa Coloma

0-1 Joel Paredes (’30)

1-1 Ísak Snær Þorvaldsson (’45)

2-1 Höskuldur Gunnlaugsson (’50, víti)

3-1 Andri Rafn Yeoman (’64)

4-1 Kristinn Steindórsson (’66)

Breiðablik er komið áfram í undankeppni Sambandsdeildarinnar eftir öruggan sigur á Santa Coloma frá Andorra.

Breiðablik vann fyrri leikinn 1-0 í Andorra og var því í góðri stöðu fyrir seinni viðureignina á heimavelli.

Blikar unnu sannfærandi 4-1 í kvöld en það voru gestirnir sem komust yfir á 30. mínútu með marki frá Joel Paredes.

Ísak Snær Þorvaldsson náði að jafna metin fyrir Blika undir lok fyrri hálfleiks og staðan jöfn í leikhléi.

Tiago Portuga fékk svo að líta rautt spjald hjá Santa Coloma snemma í seinni hálfleik og var vítaspyrna dæmd. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr henni og kom Blikum yfir.

Andri Rafn Yeoman og Kristin Steindórsson bættu svo við mörkum fyrir Breiðablik fyrir lok leiks og fer liðið áfram sannfærandi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir