9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Sambandsdeildin: Elías Rafn hafði betur í Íslendingaslag

Skyldulesning

Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland er liðið tók á móti Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Joel Andersson skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu og gefur danska liðinu þar með forskot fyrir seinni leik liðanna í Griklandi en sigurvegari viðureignarinnar tryggir sér sæti í 16-liða úrslitunum.

Í öðrum leikjum kvöldsins sem hófust klukkan 17:45 vann PSV 1-0 sigur á Macabbi Tel Aviv frá Ísrael.

Slavia Praha vann 3-2 útsigur á Fenerbache og Rapid Vín vann Vitesse með tveimur mörkum gegn einu.

Úrslitin í fyrri leikjum kvöldsins í Sambandsdeildinni má sjá hér að neðan.

Fenerbache 2– 3 Slavia Praha

0-1 Guido Rodríguez (‘8)

0-2 Willian José (’18)

1-2 Artem Dzyuba (’25)

2-2 Malcom (’28)

2-3 Andrés Guardado (’41)

Midtjylland 1– 0 PAOK

1-0 Joel Anderson (’20)

PSV 1– 0 Macabbi Tel Aviv

1-0 Cody Gakpo (’11)

Rapid Vín 2– 1 Vitesse

1-0 Ferdy Druijfz (‘1)

2-0 Marco Grüll (’16)

2-1 Loïs Openda (’74)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir