Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason og liðsfélagar hans í PAOK eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu.
PAOK vann belgíska liðið Gent í kvöld með tveimur mörkum gegn einu en gestirnir unnu einnig fyrri leik liðanna í Grikklandi. Jose Angel Crespo og Ena Mihaj gerðu mörk PAOK í leiknum.
Tammy Abraham sá til þess að lærisveinar Jose Mourinho í Roma fóru áfram þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Vitesse í kvöld. Roma hafði unnið fyrri leikinn 1-0 og allt stefndi í framlengingu áður en Abraham skoraði í uppbótartíma.
LASK tókst að vinna Slavia Praha sem endaði leikinn tveimur mönnum færri en það eru gestirnir sem fara áfram eftir sigur í fyrri leiknum. Feyenoord vann þá annan öruggan sigur á Partizan og tryggði sér þar með sæti í átta liða úrslitum.
Gent 1 – 2 PAOK (PAOK vinnur einvígið 3-1 samanlagt)
0-1 José Ángel Crespo (’20)
1-1 Laurent Depoitre (’40)
1-2 Enea Mihaj (’77)
Feyenoord 3– 1 Partizan (Feyenoord vinnur einvígið 8-3 samanlagt)
1-0 Cyriel Dessers (‘45)
2-0 Reiss Nelson (’59)
2-1 Ricardo Gomes (’61)
3-1 Bryan Linssen (’90)
LASK 4 – 3 Slavia Praha (Slavia Praha vinnur einvígið 7-5 samanlagt)
0-1 Peter Olayinka (‘24)
1-1 Philipp Wiesinger (’36)
1-2 Alexander Bah (’37)
1-3 Yira Sor (’62)
2-3 Philipp Wiesinger (’76)
3-3 Andreas Gruber (’88)
4-3 Alexander Schmidt (’89)
Roma 1– 1 Vitesse (Roma vinnur einvígið 2-1 samanlagt)
0-1 Maximilian Wittek (’62)
1-1 Tammy Abraham (90+1)