1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Samdráttur í lönduðum afla í september

Skyldulesning

Afli Íslendinga var mun minni í september á þessu ári en í sama mánuði í fyrra.

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Landaður afli í september nam 107 þúsund tonnum sem er 10% minni afli en í september í fyrra, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Botnfiskafli var um 32 þúsund tonn, 11% minna en í fyrra, þar af var þorskur tæp 20 þúsund tonn. Mesti samdrátturinn hlutfallslega var í karfa, 28%, og í ýsu, 22%.

Uppsjávarafli var tæplega 73 þúsund tonn sem er 10% minni afli en í sama mánuði í fyrra. Mest var veitt af síld eða tæp 56 þúsund tonn.

Á tólf mánaða tímabilinu frá október 2020 til september 2021 var heildarafli íslenskra fiskiskipa tæplega 1.040 þúsund tonn sem er 2% meiri afli en á sama tímabili ári fyrr. Á tímabilinu veiddust tæp 477 þúsund tonn af botnfisktegundum og rúm 531 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Landaður afli í september 2021, metinn á föstu verðlagi, lækkar um 9,2% samanborið við september í fyrra. Magnvísitala hefur einnig verið uppfærð fyrir fyrri mánuði ársins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir