8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Samdrátturinn 22 milljarðar

Skyldulesning

Árið 2020 hefur verið veitingageiranum þungt í skauti.

Árið 2020 hefur verið veitingageiranum þungt í skauti.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Kortavelta veitingageirans dróst saman um 22 milljarða að raunvirði frá mars til október á milli ára, þar af um nær 19 milljarða frá erlendum ferðamönnum.

Erlend kortavelta í veitingum dróst saman um 82 prósent á tímabilinu og sú innlenda um níu prósent. Þúsundir starfa hafa glatast í veitingageiranum þrátt fyrir hin ýmsu úrræði yfirvalda til að stemma stigu við auknu atvinnuleysi. Þetta leiðir greining Samtaka atvinnulífsins í ljós sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag.

Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að um þriðjungur tekna veitingageirans undanfarin ár hafi komið frá erlendum ferðamönnum. Reksturinn sé því nokkuð háður komu erlendra ferðamanna enda megi flokka starfsemina sem hluta af ferðaþjónustu.

Nánar má lesa um þetta í Fréttablaðinu í dag.

„Við sjáum því glögglega áhrif takmarkana á landamærum en frá því faraldurinn hófst hefur erlend kortavelta á veitingastöðum einungis verið um fimmtungur af því sem hún var á sama tímabili í fyrra,” segir hún.

Innlendar Fréttir