4 C
Grindavik
5. mars, 2021

Sameiginlegt lið Manchester United og Liverpool – Neville velur fáa úr United

Skyldulesning

Gary Neville fyrrum leikmaður og fyrirliði Manchester United hefur valið draumalið úr leikmönnum Liverpool og Manchester United en liðin mætast klukkan 16.30 í dag.

Neville sem spilaði með Manchester United frá árunum 1992 til 2011 hefur ekki valið marga frá uppeldisliðinu en liðið er gífurlega sterkt.

Leikurinn er sá stærsti á árinu hingað til en Manchester United situr á toppi deildarinnar og Liverpool í því þriðja þremur stigum á eftir Manchester United.

Framlínan skartar miklum hraða og tækni á boltanum en hana mynda þeir Sadio Mané, Marcus Rashford og Mohamed Salah.

Á miðjunni sameinast Bruno Fernandes, Paul Pogba og Fabinho.

Varnarlínan væri líklegast sú sterkasta í deildinni ef liðið myndi spila saman en hana mynda þeir Harry Maguire, Andrew Robertson, Van Dijk, Alexander Arnold og á milli stanganna er Alisson markvörður Liverpool.

Here's who Gary Neville picked to be in his combined XI

Innlendar Fréttir