2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Sameina Stykkishólm og Helgafellssveit

Skyldulesning

Stykkishólmur.

Tæplega 92% íbúa sem greiddu atkvæði í Stykkishólmi og tæplega 79% íbúa sem greiddu atkvæði í Helgafellssveit samþykktu sameiningartillöguna sem lögð var fyrir kosningu í báðum bæjarfélögum í dag. Þetta segir í tilkynningu á vef Helgafellssveitar.

Í Helgafellssveit kusu alls 52 manns, 41 með og 9 á móti. Auðir og ógildir seðlar voru tveir. Í Stykkishólmsbæ kusu alls 460 manns, 422 með og voru 34 andvígir. Auðir og ógildir seðlar voru fjórir.

Í tilkynningunni segir að í næstu viku hefjist undirbúningur og innleiðing sameiningartillögunnar. Þá munu íbúar munu kjósa nýja sveitarstjórn í sameinað sveitarfélag þann 14. maí.

Fyrr í kvöld var kosið um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps og var hún einnig samþykkt með afgerandi hætti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir