8.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Sameining samþykkt í Skagafirði

Skyldulesning

Mælifellshnjúkur er eitt helsta kennileiti Skagafjarðar, sem nú hefur verið …

Mælifellshnjúkur er eitt helsta kennileiti Skagafjarðar, sem nú hefur verið sameinaður í eitt sveitarfélag. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sameining Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps hefur verið samþykkt. Úrslit kosninga frá í dag lágu fyrir á tólfta tímanum í kvöld. Í Akrahreppi var tillaga um sameiningu samþykkt með 84 atkvæðum gegn 51 og í Svf. Skagafirði sögðu 961 já og 54 nei.

Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi. Í Sveitarfélaginu Skagafirði var kjörsókn var 35,5% prósent. Alls greiddu 1.022 atkvæði, en 2.961 var á kjörskrá. Sem fyrr segir þá sögðu 961 já við sameiningu en 54 voru henni andvígir, auðir og ógildir seðlar voru sjö.

Niðurstöður eru birtar með fyrirvara um lokaskil kjörstjórna til Hagstofu, að því er fram kemur á vefnum Skagfirdingar.is, sem stofnaður var vegna sameiningarinnar.

Sveitarfélagið Skagafjörður varð til árið 1998 með sameiningu allra hreppa, að Akrahreppi undanskildum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir