8 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Samfélagsmiðlastjarna þvertekur fyrir að hafa farið í lýtaaðgerð

Skyldulesning

Breska raunveruleikasjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Chloe Sims þvertekur fyrir að hafa farið í lýtaaðgerð á andlitinu sínu. Chloe ræddi málið á samfélagsmiðlinum Instagram. The Sun fjallaði um málið.

„Ég hef þurft að eyða nokkrum athugasemdum á samfélagsmiðlunum mínum,“ sagði Chloe og átti þá við athugasemdir sem sökuðu hana um að hafa farið í lýtaaðgerðir. „Hversu oft þarf ég að segja að ég hef ekki farið í lýtaaðgerð á andlitinu mínu?“ spurði Chloe sem viðurkennir þó að hafa látið gera eitthvað við andlitið á sér. „Það voru ekki aðgerðir.“

Chloe vill meina að það sé mest megnis konur og eldri menn sem skrifa þessar athugasemdir um andlitið hennar á samfélagsmiðlunum hennar. „Ein kona sagði: Þú ert með svo mikið botox að þú getur ekki hreyft varirnar,“ sagði Chloe á Instagram en í lokin sagðist hún vera ánægð með andlitið sitt.

Innlendar Fréttir