1 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

Samfylkingarflokkarnir ÞRÍR!

Skyldulesning

ekki báðir eins og ég hef kallað þá Viðreisn og hinn. Nú er klárt að Píratar tilheyra landssöluhjörðinni með fullum sóma.

Svo segir í Morgunblaðinu:

„Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og nokkurra annarra þingmanna, um nýja stjórnarskrá.

Um frumvarpið segir Heimssýn meðal annars: „Frumvarp það sem hér er lagt fram inniheldur ákvæði um framsal ríkisvalds til erlendra aðila. Er þá einkum vísað til 113. greinar frumvarpsins, en hún er afar vond og skorum við á Alþingi að samþykkja þá grein ekki óbreytta. 

Ljóst er að 113. grein miðar fyrst og fremst að því að auðvelda inngöngu Íslands í Evrópusambandið, annaðhvort með beinum hætti eða með valdaframsali í smáum skömmtum í gegnum EES-samninginn. Hvort tveggja er ekki aðeins varasamt, heldur óásættanlegt. Rök fyrir nauðsyn þess að setja í stjórnarskrá rúmar heimildir til að framselja vald úr landi eru að mestu óljós. Að því leyti sem þau eru ljós, og vísa í samninga við erlenda aðila, verður ekki á þau fallist. Stangist samningur á borð við EES samninginn á við núgildandi stjórnarskrá er rétt að leysa það með því að taka viðkomandi samning til endurskoðunar eða segja honum upp, ekki að opna stjórnarskrá fyrir valdaframsali sem óljóst er hvert leiðir og getur valdið miklu tjóni.“ 

EES-samningurinn hefði ekki verið samþykktur á sínum tíma ef hann hefði kallað á breytingar á stjórnarskrá. Ríkisstjórn og Alþingi verða hins vegar að taka sig á og beita ákvæðum samningsins til að verja hagsmuni Íslands og tryggja áframhaldandi stuðning við hann.“

Það þarf ekki lengur vitnanna við hvar Píratar skipa sér í sveit. Kjósendur gera vel í því að minnst þessa grunnstefs í stefnu þessu flokks.

Samfylkingarflokkarnir eru þrír en ekki tveir.


Flokkur: Stjórnmál og samfélag |


«
Síðasta færsla

Innlendar Fréttir