2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Samhæfingarmiðstöð virkjuð vegna nauðlendingar

Skyldulesning

Samhæfingarmiðstöð almannavarnadeildar var í dag virkjuð eftir að flug­vél flug­fé­lags­ins Luft­hansa óskaði eft­ir neyðarlend­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli fyrr í dag vegna mögulegs reyks um borð. 

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ákveðið viðbragð sé sett af stað þegar um tilvik sem þetta sé að ræða.

Á leið til Bandaríkjanna

„Það var einhver melding um hita eða reyk í vélinni og flugmaður og flugfélagið tóku ákvörðun um að lenda í Keflavík útaf því, vélinni var ekki beint hingað,“ segir Guðjón, en vélin var á leið til Bandaríkjanna frá Þýskalandi. 

„Mér skilst að það hafi átt að koma önnur vél og sækja farþegana og koma þeim á áfangastað,“ segir Guðjón. 

Samkvæmt upplýsingum frá brunavörnum Suðurnesja var viðbúnaður á svæðinu vegna vélarinnar, en lögreglan á Suðurnesjum stýrði aðgerðum. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir