5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Samráðsleysi stjórnvalda og ASÍ vill ráðherrafund

Skyldulesning

Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.

Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.

Ljósmynd/ASÍ

„Alþýðusambandið hefur gert alvarlegar athugasemdir við framkomið lífeyrisfrumvarp og það er ekki rétt sem sagt er í greinargerð að það hafi verið unnið í samráði við okkur,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ í samtali við mbl.is.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í dag og á mbl.is í gær ber  á gagnrýni á frumvarp fjármálaráðherra um lífeyrismál. Þeir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eru ósáttir við hve einhliða málið er unnið og boða málaferli gagnvart ASÍ og Samtökum atvinnulífsins. Drífa Snædal segir samráðsleysið skrifast  á stjórnvöld og hún vilji að svo stöddu ekki tjá sig um hugsanleg málaferli.

„Í raun er brotið blað í sögu lífeyrismála með samráðsleysinu og ég gagnrýndi það harkalega á þjóðhagsráðsfundi síðastliðinn miðvikudag. Lífeyrisnefnd ASÍ mun halda fund á morgun og í kjölfarið hef ég óskað eftir fundi með forsætis- og fjármálaráherra,“ segir Drífa.

Athugasemdir verkalýðshreyfingarinnar segir forseti ASÍ lúta aðallega að þremur atriðum í frumvarpinu. Það eru hækkun lífeyrisgreiðslualdurs úr 16 í 18 ár. Það er nýtt ákvæði sem ekki hefur verið rætt áður.  Annað atriðið er breyting á verðtryggingu lífeyris úr því að hann er verðbættur mánaðarlega í árlega. Loks má nefna undanþágu frá 15,5% lífeyrisgreiðslu fyrir þá sem eru með öðruvísi kjarasamninga. Það atriði snertir aðallega sjómenn sem bera þar skarðan hlut frá borði.  

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir