6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Sara Björk eftir að Ísland komst á EM: „Ég er að missa af partýi til að tala við ykkur“

Skyldulesning

„Þetta er geggjuð tilfinning, búið að taka sinn tíma. Eftir leikinn í dag hefði verið skemmtilegt að fagna, við þurftum að bíða í einhvern tíma. Það var smá stress í gangi, það er geðveik tilfinning að vera búin að klára þetta og tryggja sig inn á EM,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði Íslands á fréttamannafundi við íslenska fjölmiðla eftir að ljóst var að íslenska liðið væri komið inn á næsta Evrópumót.

Íslenska liðið vann sigur á Ungverjalandi fyrr í dag en þurfti að bíða eftir úrslitum í kvöld til að vita niðurstöðuna. Evrópumótið fer ekki fram fyrr en árið 20202 vegna COVID-19,

„Þetta verður löng bið, þetta eru aðstæðurnar. Við tökum þeim, við erum búnar að tryggja okkur þrisvar áður. Við viljum virkilega ná einhverju almennilegum árangri  og gera eitthvað á EM.“

Sara telur að liðið nú sé klárt í slaginn en undirbúningurinn fyrir mótið verður langur, mótið átti að fara fram á næsta ári en eins og fyrr segir hefur COVID-19 haft áhrif á það.

„Við erum með ótrúlega sterkan hóp í þessari undankeppni, við vorum vel undirbúnar fyrir 2017 en mér fannst við ekki eiga gott mót. Mér fannst við ekki sýna hvað í okkur býr, nú er tækifæri til þess. Hópurinn er búinn að styrkjast, það eru sterkir leikmenn búnir að koma inn í þetta. Það er langur undirbúningur fyrir þetta mót.“

Þegar rætt var við Söru mátti heyra aðra leikmenn syngja og tralla á bak við hana. „Ég er að missa af partýi til að tala við ykkur, það er tilefni til þess að fagna. Það er gleðskapur hérna fyrir utan.“

Mótið fer fram á Englandi og er Sara Björk spennt fyrir því. „Það er ágætis tilhugsun, ég held að þetta verði geggjað mót. Geggjaðir leikvangar, fyrir okkur og fyrir þjóðina er mikil spenna.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir