3 C
Grindavik
16. janúar, 2021

Sara Björk hafði betur í Íslendingaslag í Frakklandi

Skyldulesning

Það var um sannkallaðan Íslendingaslag að ræða þegar Le Havre tók á móti Lyon í frönsku deildinni í dag. Lyon vann leikinn 1-3.

Sara Björk Gunnarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Lyon. Anna Björk Kristjánsdóttir, bar fyrirliðabandið í liði Le Havre og Berglind Björg Þorvaldsdóttir var einnig í byrjunarliði liðsins.

Lyon komst í stöðuna 0-3 með þremur mörkum á fyrstu 18. mínútum leiksins.

Sylia Koui, minnkaði muninn fyrir Le Havre með marki á 42. mínútu en nær komst liðið ekki. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Lyon.

Lyon er eftir leikinn í 1. sæti frönsku deildarinnar með 27 stig eftir 10 umferðir. Le Havre er í neðsta sæti deildarinnar með 4 stig.

Innlendar Fréttir