-1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Sara Björk spilaði allan leikinn í sigri Lyon

Skyldulesning

Sara Björk Gunnarsdóttir, var á sínum stað í byrjunarliði Lyon og spilaði allan leikinn í 5-1 sigri gegn ASJ Soyaux í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Dzsenifer Marozsan kom Lyon yfir með marki á 20. mínútu. Það var síðan Wendie Renard sem tvöfaldaði forystu Lyon með marki á 27. mínútu.

Á 43. mínútu skoraði Nikita Parris þriðja mark Lyon og staðan í hálfleik því 3-0.

Rachel Avant minnkaði muninn fyrir ASJ Soyaux með marki á 62. mínútu.

Mörk frá Nikita Parris á 62. mínútu og Buchanan á 79. mínútu innsigluðu hins vegar 5-1 sigur Lyon.

Lyon er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir 8. umferðir.

Innlendar Fréttir