7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Sara Björk útnefnd sem ein sú besta í heimi

Skyldulesning

Sara Björk Gunnarsdóttir besta knattspyrnukona Íslands síðustu ár er lista Guardian yfir 100 bestu leikmenn í heimi. Sara er fyrirliði íslenska landsliðsins sem komið er á næsta Evrópumót.

Sara Björk situr í 24 sæti listans en hún varð Evrópumeistari með Lyon á þessu ári. Að auki vann hún alla titla í Þýskalandi með Wolfsburg.

Búið er að opinbera lista Guardian fyrir utan hina þær stúlkur sem sitja í efstu tíu sætunum.

„Sara Björk átti enn á ný frábært ár. Eftir að hafa farið frá Wolfsburg til Lyon, þá mætti hún sínu gamla félagi í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún spilaði ekki bara gegn þeim heldur gerði gott betur og skoraði í úrslitaleiknum,“ segir í umfjöllun Guardian um Söru Björk.

Sara Björk hefur staðið í stormi eftir að Jóni Þór Haukssyni var vikið úr starfi landsliðsþjálfara og svaraði fyrir sig í gær.

Yfirlýsingu Söru má lesa hérna.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir