6 C
Grindavik
1. desember, 2020

Sara og stöllur hennar töpuðu í París

Skyldulesning

Fótbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Sara Björk og stöllur hennar töpuðu í París í kvöld. Þessi mynd er úr leik liðanna í Meistaradeildinni síðastliðið sumar.
Sara Björk og stöllur hennar töpuðu í París í kvöld. Þessi mynd er úr leik liðanna í Meistaradeildinni síðastliðið sumar.
vísir/getty

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir hóf leik á varamannabekk Lyon þegar liðið heimsótti PSG í stórleik frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Leikið var á Parc des Princes.

Heimakonur komust yfir í fyrri hálfleik þegar Marie Katoto slapp í gegn og lék á Söruh Bouhaddi í marki Lyon áður en hún lagði boltann í netið.

Söru Björk var skipt inn af bekknum á 68.mínútu en Lyon tókst ekki að jafna metin.

Lokatölur 1-0 fyrir PSG en Lyon hefur engu að síður tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir