2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Sara Rún og stöllur hennar með bakið upp við vegg eftir skell

Skyldulesning

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar

Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta máttu þola 19 stiga tap er liðið heimsótti Sepsi í undanúrslitum rúmensku deildarinnar í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 75-56 og Sepsi leiðir einvígið því 2-0 eftir nauman sigur í gær.

Sepsi vann fyrri leik liðanna með sjö stiga mun í gær og því þurftu Sara og stöllur hennar á sigri að halda í dag til að jafna metin í einvíginu.

Það var þó ljóst strax í fyrsta leikhluta að sú brekka yrði brött, enda skoruðu heimakonur í Sepsi 21 stig gegn aðeins sex stigum Phoenix Constanta.

Gestirnir í Phoenix löguðu þó stöðuna lítillega fyrir hálfleik, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 37-30, heimakonum í vil.

Heimakonur í Sepsi tóku svo öll völd á ný eftir hlé og voru komnar með 24 stiga forskot þegar komið var að lokaleikhlutanum. Það bil náðu Sara og liðsfélagar hennar aldrei að brúa og niðurstaðan varð 19 stiga tap, 75-56.

Sara skoraði tíu stig fyrir gestina, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar en Sepsi tryggði sér deildarmeistaratitilinn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir