0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Sefur aðeins hjá unnustanum á jóladag – „Þetta er jólagjöfin hans“

Skyldulesning

Smekkur manna er mismunandi. Sum pör stunda kynlíf einu sinni í viku, önnur pör einn dag á ári.

Jen Stephens er 23 ára frá Manchester. Hún segir frá því í viðtali við Fabulous Digital að hún og unnusti hennar, Rob Walker, stundi kynlíf aðeins einn dag á ári, þann 25. desember.

Síðasta jóladag varð hún ólétt og vonast parið til að jóladagur þetta árið verði jafn lukkulegur. Jen segir að kynlífið á jóladag sé „jólgjöf“ hennar til Rob, og hún telur hann kunna að meta hana enn frekar vegna þessa.

„Ég veit að þetta hljómar klikkað, en þetta virkar fyrir okkur. Að stunda aðeins kynlíf á jólunum hefur gert samband okkar sterkara, við viljum hvort annað meira núna. Við erum sátt með að kyssast bara og knúsast hina daga ársins,“ segir Jen.

Jen og Rob eiga þriggja mánaða gamla dóttur, Arabellu, sem var getin á jóladag 2019.

„Ég býst ekki við því að fólk skilji reglurnar okkar. Við förum okkar eigin leiðir og okkur er sama hvað öðrum finnst. Sambandið okkar er sterkara og við myndum ekki vilja breyta því,“ segir hún.

Jen og Rob.

Sérstakur dagur

Fyrir Jen er kynlíf með Rob besta gjöf sem hún getur fengið. „25. desember er sérstakur dagur fyrir okkur, þannig við ákváðum að gera hann enn sérstakari,“ segir hún.

Þau kynntust á jóladag árið 2017 og byrjuðu í kjölfarið saman. Þau ákváðu að bíða með að sofa saman, þar sem þau voru bæði nýkomin úr sambandi.

Í janúar 2018 byrjaði Rob í nýrri vinnu í Los Angeles og parið lét reyna á fjarsamband. Þegar Rob kom heim um jólin 2018 ákváðu þau að eyða jóladeginum saman og stunduðu kynlíf í fyrsta skipti.

„Það var eins og við höfðum gert það milljón sinnum,“ segir Jen og bætir við að þau hafi ekki aðeins tengst líkamlega heldur einnig andlega.

Viku seinna fór Rob á skeljarnar. Þau héldu áfram í fjarsambandi og segir Jen að kynlíf hafi aldrei verið í forgangi hjá þeim, heldur nánd.

„Ég stakk upp á því við Rob að við myndum ekki stunda kynlíf þar til næstu jól, því það hafði virkað svo vel árið áður. Hann var ekki hissa og var til í þetta,“ segir hún.

„Jólin í fyrra voru geggjuð, kynlífið var frábært og við gerðum það fimm sinnum,“ segir Jen. Nokkrum vikum seinna komst í ljós að hún væri ólétt. „Við vissum þá að kynlífsbannið okkar væri besta ákvörðun sem við höfum tekið.“

Parið bíður nú spennt eftir jóladegi. „Eins gott að Rob hringi bjöllunum mínum og gefi mér annað barn,“ segir Jen.

Innlendar Fréttir