2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Segir ábyrgð ráðherra vera skýra

Skyldulesning

Hildur Vala Helgadóttir.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það blasa við að gerð hafi verið mikil mistök við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og mögulega hafi verið farið á svig við lög.

Hún sagðist í þættinum Sprengisandi efast um að lögum hafi verið framfylgt varðandi gagnsætt og opið söluferli. Þessi lögbrot hafi verið framin með fullu samþykki Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Hún sagði Vinstri græn hafa á þingi skautað framhjá skýrri ábyrgð fjármálaráðherra í málinu. Ekkert í ferlinu gerist án þess að hann kvitti upp á það.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sagðist fullviss um að Bjarni hafi skilað sínu í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Hann hafi samþykkt tillögur frá Bankasýslu ríkisins um að hefja söluna, komið upplýsingum um greinargerð til þingnefndar, samþykkt umfang sölunnar samkvæmt tillögu frá Bankasýslunni og skilað greinargerð til Alþingis.

Teitur sagði ákveðin atriði í framkvæmd sölumeðferðarinnar hafa komið til tals, m.a. hafi verið uppi fullyrðingar um að lög hafi verið brotin. Sjálfsagt sé að skoða það betur en að hans mati sé um misskilning að ræða.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir