5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Segir að Börsungar séu enn ekki búnir að reka sig

Skyldulesning

Fótbolti

Setien í sínum einkennis klæðnaði; íþróttapeysu og gallabuxum.
Setien í sínum einkennis klæðnaði; íþróttapeysu og gallabuxum.
EPA-EFE/Rafael Marchante

Quique Setien, fyrrum stjóri Barcelona, hefur kært félagið. Hann segir að félagið hafi enn ekki sagt að þeir hafi rekið hann.

Setien var rekinn í ágúst en Ronald Koeman var ráðinn í hans starf. Vandamálið liggur hins vegar þar að félagið hefur ekki sagt við Setien að hann hafi verið rekinn og því hefur hann ákveðið að kæra.

„Barcelona hefur ekki borgað mér bætur eða boðið mér eitthvað. Þeir hafa ekki einu sinni hringt og sagt að þeir hafi rekið mig,“ sagði Setien samkvæmt spænska miðlinum Sport.

„Það er meira en mánuður síðan að ég ákærði FC Barcelona. Það var áður en að fresturinn rann út,“ bætti Setien við og átti þar við fresturinn til þess að reka hann.

Setien hefur ákært Börsunga fyrir að semja ekki við hann hvað varðar bætur er hann var rekinn en hann var rekinn eftir að Börsungar töpuðu 8-2 fyrir Bayern Munchen samanlagt í Meistaradeildinni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir