Segir að Conte vilji verða rekinn frá Tottenham – ,,Rekið hann í kvöld“ – DV

0
128

Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, hefur undanfarin ár starfað sem sparkspekingur Sky Sports.

Hann er á því máli að Antonio Conte, stjóri Tottenham, sé að leitast eftir því að vera rekinn frá félaginu.

Conte hraunaði yfir leikmenn Tottenham eftir 3-3 jafntefli við Southampton í gær og hefur áður gagnrýnt stjórn félagsins.

Gengi Tottenham hefur ekki verið nógu gott í vetur og er Conte talinn vera nokkuð valtur í sessi en liðið er til að mynda úr leik í Meistaradeildinni.

,,Conte vill verða rekinn í landsleikjahléinu. Tottenham ætti að minnka þjáninguna og reka hann í kvöld,“ sagði Carragher í gær.

Það var eftir leik Tottenham við Southampton en þar var Conte bálreiður eftir leik og talaði ekki vel um sína leikmenn.

Enski boltinn á 433 er í boði