7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Segir að Davis ráði hversu langan samning hann geri við Lakers

Skyldulesning

Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur ekki skrifað undir nýjan samning við meistarana Vestanhafs.

Nær öruggt er að Davis skrifi undir hámarkssamning við Lakers á næstu dögum, mögulega strax í dag. Það sem vekur hvað mesta athygli samkvæmt spekingum NBA-deildarinnar er að hinn 27 ára gamli Davis geti nánast ákveðið lengd samningsins sjálfur.

Anthony Davis, who remains unsigned but is widely expected to soon finalize a max deal with the Lakers at the contract length of his choosing, is expected to meet with team officials as early as Tuesday, league sources say

— Marc Stein (@TheSteinLine) December 1, 2020

Lakers hafa verið að safna liði undanfarin til að verja titilinn en deildin fer aftur af stað þann 22. desember næstkomandi. Lakers mætir hins vegar Los Angeles Clippers í æfingaleik þann 11. desember.

Talið er að Davis verði búinn að semja þá en stóra spurningin er hvort hin ofurstjarna liðsins, LeBron James, verði klár í slaginn þá eða hvort hann fái aðeins lengra frí en samherjar sínir þar sem hann er að fara hefja sitt 18. ár í deildinni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir