7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Segir að leikur dagsins geti ákvarðað framtíð Solskjær

Skyldulesning

Paul Merson, sérfræðingur hjá SkySports, segir að niðurstaða grannaslags Manchester United og Manchester City í dag geti ákvarðað hvort Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, haldi starfi sínu eða ekki.

„Þetta er að mínu mati risastór leikur. Ég myndi segja að ef United vinnur ekki, þá gæti tími Solskjær hjá félaginu verið liðinn. Ég held að þetta sé leikur sem ákvarði framtíð hans. Það er að segja ef forráðamenn félagsins eru að hugsa eins og stuðningsmenn félagsins,“ sagði Merson á SkySports.

Manchester United datt út úr Meistaradeild Evrópu í vikunni og liðið situr í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 10 leiki.

„Eru forráðamenn félagsins sáttir við þessa stöðu? Þeir stjórna því hvað gerist. Halda þeir að Manchester United sé eitt stærsta knattspyrnufélag í heiminum eins og ég geri eða hugsa þeir með sér að félagið sé ekki á þeim stað lengur?“ sagði Paul Merson.

Merson segir að þetta sé akkúrat rétti tímapunkturinn fyrir United til þess að spila gegn City og ná í úrslit. Liðið muni beita skyndisóknum sem er einn af þeirra styrkleikum.

„Manchester City mun verða mun meira með boltann, United mun liggja til baka og beita skyndisóknum. Leikurinn mun reyna á þolinmæði Manchester City, munu leikmennirnir hafa þolinmæði í að sækja skynsamlega og skilja ekki eftir opin svæði baka til í leiðinni,“ sagði Merson.

Baráttan um Manhcester fer fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:30.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir