7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Segir að Napoli muni breyta nafni heimavallarins til heiðurs Maradona

Skyldulesning

Blaðamaðurinn Fabrizio Romano, sem er þekktur innan knattspyrnuheimsins, segir að ítalska knattspyrnufélagið Napoli ætli að breyta nafninu á heimavelli  sínum, til heiðurs Diego Armando Maradona sem lést í dag.

Leikvangurinn muni eftir breytinguna heita Diego Armando Maradona / San Paolo. Maradonaer fyrrum leikmaður félagsins og er í guðatölu þar.

Ákveðið ferli hafi nú þegar farið af stað varðandi nafnabreytinguna og áformin hafa hlotið samþykki borgarstjóra Napoli.

Maradona lék með Napoli á árunum 1984-1991 og vann meðal annars ítölsku deildina tvisvar sinnum og Euro Cup árið 1989.

#Napoli stadium will be re-called Diego Armando Maradona/San Paolo – work in progress to change the name as soon as possible.


The club has already decided as the mayor too. #D10S

— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2020

Maradona er mikils metinn í Napoli eftir farsælan feril þar. Hér er hann að fagna eftir sigur í Euro Cup árið 1989 / GettyImages

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir