2 C
Grindavik
24. nóvember, 2020

Segir að örlagaríkar fimm mínútur hafi kostað hvern leikmann Íslands 18 milljónir

Skyldulesning

Jóhann Már Helgason fyrrum framkvæmdarstjóri Vals telur að hver leikmaður Ísland hafi misst af um 18 milljónum króna þegar Ísland missti af sæti á Evrópumótið á næsta ári. Í húfi var 1,5 milljarður fyrir knattspyrnusambandið sem UEFA hefði greitt fyrir að komast inn á mótið.

Þessi fjárhæð hefði komið inn til sambandsins og farið til aðildarfélaga, leikmanna og í kostnað við mótið. Þá hefði KSÍ átt afgang til að setja í sjóð sína og eiga til framtíðar.

Ísland var yfir stærstan hluta leiksins eða allt þar til á 88 mínútu leiksins þegar Ungverjar jöfnuðu og þeir skoruðu svo sigurmarkið fimm mínútum síðar og draumur Íslendinga á enda.

Erik Hamren mun láta af störfum eftir leikinn gegn Englandi á morgun en óvíst er hver tekur. Jóhann Már telur að það kosti um 40 milljónir á ári að ráða inn erlendan þjálfara.

„Hvað kostar að ráða landsliðsþjálfarana? Aðstoðarþjálfarar hafa verið í stóru hlutverki, ef þú ræður erlendan þjálfara þá þarftu klókan íslenskan aðstoðarmann og leitt þá í gegnum fyrstu mánuðina. Þetta er pakki, sem báðir þessir kosta. Erlendur landsliðsþjálfara, við erum að tala um 40 milljónir á ári. Sem eru til í að koma fyrir minni pening en þeir geta fengið annars staðar, það er hægt að gera vel við þessa aðila. Bónusar til að komast inn á stórmót, KSÍ hefur ekki efni á að borga 10-15 milljónir á mánuði eins og gengur og gerist í stórum löndum,“ sagði Jóhann Már í Dr. Football.

Þegar Ísland komst á Evrópumótið 2016 var talað um að leikmenn hafi fengið um 20 milljónir í bónus fyrir að komast inn á mótið og góðan árangur þar. Þá fékk KSÍ 1,9 milljarð í tekjur. „Ég held að þessi EM peningar, ég held að þetta séu 16-18 milljónir á leikmann. Ég held að það sé nærri lagi,“ sagði Jóhann í þættinum.

Innlendar Fréttir