6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Segir að ráðist hafi verið á sendiráðið í Reykjavík

Skyldulesning

Mótmæli fyrir utan sendiráð Rússa í Reykjavík.

Mótmæli fyrir utan sendiráð Rússa í Reykjavík. mbl.is/Óttar Geirsson

Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, sagði við rússneska fjölmiðla að ráðist hafi verið á sendiráði Rússa í Reykjavík. Ríkisútvarpið greinir frá.

Rússneski miðillinni RIA hefur eftir sendiherranum að mótmælt hafi verið við sendiráðið og þau farið fram með friðsamlegum hætti. Hann segir þó að einstaklingur sem „þjáist af geðsjúkdómi“ hafi verið eftir við sendiráðið að loknum mótmælunum.

Hann segir að sá einstaklingur hafi brotist í gegnum hlið að lóð sendiráðsins og reynt að skemma myndavél.

Einn handtekinn eftir mótmælin

Ríkisútvarpið greinir frá að samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa mótmælin við sendiráðið farið vel fram og að skipuleggjendur hafi verið í góðum samskiptum við lögreglu.

Þó hafi borist tilkynning um mann sem fór á lóð sendiráðsins að mótmælum loknum síðdegis í gær. Maðurinn er ótengdur skipuleggjendum mótmælanna og íslenskur ríkisborgari. Hann hafði neitað að fylgja fyrirmælum lögreglu og því verið handtekinn og færður á lögreglustöð en látinn laus eftir viðtal.

Ekki skráði lögregla hjá sér um meint skemmdarverk sem sendiherrann hafði talað um.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir