5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Segir að það verði erfiðara að vinna titilinn í ár og hrósar and­stæðingunum í topp­bar­áttunni

Skyldulesning

Enski boltinn

Jurgen Klopp með grímu á æfingu dagsins.
Jurgen Klopp með grímu á æfingu dagsins.
Andrew Powell/Getty Images

Jurgen Klopp segir að það verði erfiðara að vinna enska titilinn í ár.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hrósar andstæðingum Liverpool í toppbaráttunni þetta tímabilið og segir að það verði erfiðara að vinna enskt gull í ár en það var á síðustu leiktíð.

Klopp sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag en Liverpool spilar gegn Brighton í hádeginu á morgun. Var Klopp spurður hvort að það yrði erfiðara að standa uppi sem sigurvegari.

„Já,“ svaraði stuttorður Klopp áður en hrósaði bæði Chelsea og Tottenham.

„Það eru mikil gæði í báðum þessum liðum. Þau hafa spilað vel á tímabilinu hingað til og ég er ekki hissa á því að Tottenham og Chelsea eru þarna.“

„Southampton eru að spila vel og við vitum af Leicester. Það eru merki um að þetta verði þéttara í ár. Þetta verður áhugavert tímabil og margir möguleikar.“

Jurgen Klopp admits it WILL be harder for Liverpool to win the Premier League this season and praises the ‘quality’ of title rivals Tottenham and Chelsea https://t.co/bGCkBe7gN2

— MailOnline Sport (@MailSport) November 27, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir