Segir að Van Dijk sé lélegur leiðtogi – „Hann er ekki hreinn og beinn í samskiptum“ – DV

0
201

Marco van Basten einn fræknasti knattspyrnumaður í sögu Hollands segir að mikill reykur sé í kringum Virgil van Dijk innan vallar en lítið gerist.

Van Basten segir hollenska fyrirliðann ekki segja mikið innan vallar þrátt fyrir að vera með læti.

„Hann er með læti en hann segir ekki neitt,“ segir Van Basten sem átti frábæran feril sem sóknarmaður.

„Hann er ekki hreinn og beinn í samskiptum sínum, góður fyrirliði hugsar og lætur vita hvað er í gangi. Hann er mitt á milli, hann skapar usla, sem skapar misskilning. Það er eitthvað sem fyrirliði á að koma í veg fyrir.“

„Hann er góður í klefanum, hann er hvorki góður í taktík eða tæknilega sem leikmaður. Þetta hefur ekkert með meiðsli hans að gera, hans vandamál eru sem leiðtogi.“

„Hann er með læti en segir bara ekki neitt, það er sannleikurinn. Leiðtogi er eitthvað sem er meðfætt, einhver sem gerir allt til þess að vinna.“

Enski boltinn á 433 er í boði