„Segir ekki bara að hann sé að gefa tæki­færi heldur einnig til um gæði leik­mannsins“ – Vísir

0
169

„Segir ekki bara að hann sé að gefa tæki­færi heldur einnig til um gæði leik­mannsins“ „Það sem við gagnrýndum Pétur mikið fyrir í fyrra var að gefa ekki þessum ungu leikmönnum nægilega mörg tækifæri,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í síðasta þætti Bestu markanna um Íslandsmeistaralið Vals og þjálfara þess Pétur Pétursson.

Íslandsmeistarar Vals lögðu Breiðablik í stórleik 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Sigurinn var naumur en að því er ekki spurt. Pétur fékk hrós fyrir að spila ungum leikmönnum en Valur hefur til að mynda misst vær ungar og efnilegar í Þrótt Reykjavík vegna skorts á spiltíma.

„Svo sér maður að hann er að spila Bellu [Ísabellu Söru Tryggvadóttur] leik eftir leik eftir leik. Sem segir ekki bara að hann sé að gefa tækifæri heldur einnig til um gæði leikmannsins. Hún kemur inn, er ungur leikmaður en hún er með hrikalega góðan leikskilning,“ sagði Harpa og hélt áfram

„Ef þú ætlar að vinna svona leik þá þarftu að vera taktískt mjög klókur leikmaður. Einn helsti styrkleiki hennar er hvað hún er góð varnarlega sem sóknarmaður, miðað við hvað hún er ungur leikmaður.“

Sjá má umræðuna í heild sinni hér að neðan en ásamt Hörpu voru þær Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.

Klippa: Bestu mörkin: Segir ekki bara að hann sé að gefa tækifæri heldur einnig til um gæði leikmannsins