Knattspyrnuþjálfarinn Stuart Pearce segir James Milner besta knattspyrnumann ensku úrvalsdeildarinnar.
Milner hefur verið í umræðunni en þessi 37 ára gamli leikmaður er á leið frá Liverpool eftir átta ára dvöl. Það er útlit fyrir að hann fari til Brighton.
Enski miðjumaðurinn hefur verið ansi langlífur í ensku úrvalsdeildinni. Hann lék sinn fyrsta leik með Leeds árið 2002. Síðan þá hefur hann spilað með Manchester City og Aston Villa, auk Liverpool. Hefur Milner þá unnið allt það helsta sem hægt er að vinna.
„Fólk mun segja að ég sé klikkaður en pund fyrir pund, miðað við það sem hann gefur þér, er hann besti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ segir Pearce.
Hann útskýrir sitt mál, enda koma ummælin mörgum á óvart.
„Það sem þú færð frá honum, það sem hann gefur á æfingum, leikjafjöldinn sem hann spilar, allt sem hann stendur fyrir. Ef þú tekur þetta allt inn í myndina og setur í tölvu mun hans nafn koma upp.
Hann er ekki bestur hvað hæfileika varðar. Ég er að tala um að hann er allt sem þú vilt að nútíma leikmaður sé.“
Pearce var einmitt þjálfari Milner hjá enska U21 árs landsliðinu um tíma.
„Ég hef aldrei séð neitt slæmt sagt um James Milner í fjölmiðlum. Hann spilaði flesta leiki fyrir enska U21 árs landsliðið, var enskur landsliðsmaður.
Ég hélt að hann myndi ekki spila landsleik fyrir Enska A-landsliðið þegar hann var hjá mér í U21. Mér fannst hann góður en ég var ekki viss. Svo spilaði hann 47 A-landsleiki, hefur unnið ensku úrvalsdeildina með Liverpool og Manchester City. Hann er ótrúlegur einstaklingur.“
Enski boltinn á 433 er í boði