8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Segir Kínverja stunda lífefnatilraunir til að þróa ofurhermenn

Skyldulesning

John Ratcliffe, yfirmaður bandarísku leyniþjónustustofnunarinnar (National Intelligence) segir að Kínverjar hafi gert tilraunir á hermönnum í þeirri von að geta þróað ofurhermenn sem standa öðrum framar líffræðilegar.

Ratcliffe, sem hefur verið yfirmaður stofnunarinnar síðan í maí, skrifaði um þetta í ritstjórnargrein í Wall Street Journal. Í greininni sagði hann að Bandaríkjunum stafi mikil ógn af Kína.

„Upplýsingarnar eru skýrar: Peking hefur í hyggju að drottna yfir Bandaríkjunum og restinni af heiminum efnahagslega, hernaðarlega og tæknilega. Mörg þekkt kínversk fyrirtæki eru aðeins skálkaskjól fyrir aðgerðir kínverska kommúnistaflokksins,“ skrifaði hann meðal annars.

Hann sagði einnig að Kínverjar hafi gengið mjög langt til að ná markmiðum sínum. „Bandarískar leyniþjónustuupplýsingar sýna að Kínverjar hafa gert tilraunir á hermönnum Alþýðuhersins í þeirri von að geta þróað hermenn með aukna líffræðilega getu. Engin siðferðismörk halda aftur ásókn Peking í völd.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir