6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Segir Klopp nýta sér fjölmiðla líkt og Ferguson til að stjórna umræðunni

Skyldulesning

Rio Ferdinand sérfræðingur BT Sport segir að Jurgen Klopp stjóri Liverpool noti fjölmiðla eins og Sir Alex Ferguson til að taka athyglina af frammistöðu leikmanna.

Klopp hefur farið mikinn síðustu vikur vegna leikjaálags og hefur hann skellt skuldinni á sjónvarpsstöðvarnar í Bretlandi. Ferguson var þekktur fyrir það á sínum tíma að nota fjölmiðla til að taka athyglina af liðinu.

„Ferguson hélt stundum ræðu yfir liðinu og var eins rólegur og hægt var, svo fór hann í viðtal og þú sást hann gjörsamlega trylltan þar um einhverja ákvörðun úr leiknum,“ sagði Ferdinand um hvernig Ferguson hafi verið í stjóratíð sinni.

„Hann tók athyglina af einhverjum leikmanni eða frammistöðu liðsins sem hafði haft áhrif á okkur. Hann stjórnaði umræðunni og það er það sem Klopp er að gera mjög vel þessa dagana.“

„Klopp talar um atvik utan vallar sem tekur athyglina af frammistöðu liðsins eða litlum atvikum í leiknum sem hefðu annars verið til umræðu.“

Peter Crouch tók í sama streng á BT Sport í gær. „Ferguson fór alltaf að tala um landsleikina og álagið sem var í kringum þá, Mourinho gerir þetta líka. Allir bestu stjórarnir nýta sér þetta.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir